fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Dynamic!

já já já já já!!! nú er hægt að nálgast stjörnufræðisólóplötuna mína, Dynamic presents:Astronomy Unfurled, á rokk.is
leitið bara að Dynamic og þið munið finna helbera snilld og herlegheit.
takk.
föstudagur, ágúst 18, 2006
HEIMSENDIR!, eða misvísandi fyrirsögn til þess að grípa athygli lesenda

Já hinn ótrúlegi atburður gerist á menningarnótt að stórsveitin Thugz on parole mun leika fyrir dansi í gulu húsi við tjörnina, sem í daglegu tali er kallað Iðnó.
mikið verður um dýrðir og aldrei að vita nema að ný lög verði tekin í bland við gamla slagara s.s. H.I.G.H.T.E.C., Da Crack, Cash money og fleiri lög sem að hvert mannsbarn ætti að þekkja.
Herlegheitin Byrja kl 21:30 stundvíslega og er því vert að mæta tímanlega.
Einnig er vert að bæta við að hljómsveitin Slugs spilar á sínum fyrstu tónleikum, sama kvöld, sama stað, nema kl 21:00.
þó að færri hafi heyrt um Slugs en Thugz on Parole, þá er vert að skoða þessa yndælu hljómsveit sem er skipuð ekki ómerkari mönnum en Sindra "Subb", Geira "Gubb" og Heisa "kynferðisafbrotahneisa" í samtali við fyrrnefndan Geira "gubb" fyrr í dag, greindi hann mér óskýrt frá því að þeir myndu vafalaust sprengja hljóðhimnur þeirra gesta sem að ekki sjá sér fært að mæta með eyrnaskjól, eða ellegar munu þeir, að mér skildist, stinga göt á hljóðhimnur gestanna með þartilgerðu (ryðguðu) skrúfjárni ef að hljóðbylgjurnar duga ekki til.
Ekki láta þig vanta á þennan stóratburð sem vafalaust verður færður á spjöld sögunnar.
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
PÓLÍTÍSK SAMSTAÐA NR1,2 OG 3!

Það er á hreinu að minnihlutahópar verða alltaf minnihlutahópar en það þýðir ekki að þeir geti verið með kjaft og barist fyrir heimskulegum málefnum sem engum koma við nema sjálfum þeim og verða samfélaginnu aldrei til góða í heild sinni. sýnum þessum aumingjum í tvo heimana og potum rækilega í bumbuna á þeim. svona vitleysa skal ekki lýðast lengur!